Beint í efni

Við tökum vel á móti þér

Ljósmæður veita verðandi og nýbökuðum foreldrum faglega og heildræna þjónustu.

Kjaramál

Við bjóðum nýja kjarafélaga velkomna, sem kjarafélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands færð þú tvö tölublöð af Ljósmæðrablaðinu á ári.

Margvíslegur ávinningur

Aðild að stéttarfélagi er ávísun á öryggi. Félagsfólk nýtir samtakamátt sinn til að knýja á um bestu mögulegu kjör sín og réttindi. Gott stéttarfélag veitir persónulega ráðgjöf og þjónustu, allt frá ráðningarsamningi til starfsloka.

Betri kjör

Með samstilltu átaki náum við fram betri launum og betri starfsskilyrðum fyrir alla meðlimi.

Persónuleg þjónusta

Þjónustan okkar byggist á náinni samskiptum og trausti, sem tryggir að þú fáir ávallt faglegan stuðning.

Styrkir og sjóðir

Við bjóðum fjölbreytt úrval styrkja og sjóða sem stuðla að stöðugri faglegri þróun ljósmæðra

Hagstæðir orlofskostir

Njóttu sveigjanlegra og hagstæðra orlofskosta sem stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Um félagið

Allar ljósmæður sem hafa ljósmæðraleyfi á Íslandi geta orðið félagar auk ljósmæðranema.

Ávarp formanns

Það er virkilega ánægjulegt fyrir okkur ljósmæður að nú sé ný og uppfærð vefsíða Ljósmæðrafélags Íslands komin í loftið. Vefsíðan okkar verður vonandi vettvangur þar sem ljósmæður geta fundið allar helstu upplýsingar um það sem viðkemur kjaramálum það er miðlæga kjarasamninga, stofnanasamninga og launatöflur.

En síðan verður einnig lifandi fagsíða fyrir ljósmæður, þar sem við stefnum á að setja inn allt það sem er á döfinni hérlendis og erlendis, námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra. Eins verðum við með svæði til að birta áhugaverðar greinar og rannsóknir úr okkar fagi.

Við hvetjum ljósmæður til að taka þátt í verkefninu með okkur og senda fréttir og upplýsingar sem geta höfðað til fleiri ljósmæðra. Sameiginlega eigum við að gert síðuna okkar frábæra !

Að lokum vil ég þakka þeim ljósmæðrum sem hafa komið að uppsetningu, efnisvinnslu og efnisöflun fyrir nýju síðuna okkar þeim Ilmi Björg Einarsdóttur og Elfu Lind Einarsdóttur fyrir alla sína vinnu. Einnig vil ég þakka Hugsmiðjunni fyrir að sína aðkomu, en öll hafa þau þetta ,,aukalega“ sem þarf til að gera vefsiðu Ljósmæðrafélags Íslands framúrskarandi.

Unnur Berglind Friðriksdóttir