Beint í efni

Þegar fjölskylda fæðist - námskeið

Við endurtökum þetta frábæra námskeið !

Haldin verða tvö námskeið í Reykjavík, hið fyrra verður 15 & 16 september og hið síðara 19 & 20 september 2025.

Staðsetning : Borgartún 6, 4.hæð

Verð : kr. 45.000 kr fyrir kjarafélaga LMFÍ

Námskeiðið „Þegar fjölskylda fæðist“, fjallar um áföll í fæðingarferlinu, úrvinnslu þeirra og fyrirbyggingu.

Námskeiðið er fyrir ljósmæður sem vinna með þunguðum konum, sinna fjölskyldum í fæðingum eða fjölskyldum með ungbörn.

Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur öðlast betri skilning á afleiðingum erfiðri byrjun á ungbarnið og fjölskylduna sem heild. Þið munu fá góða innsýn í hvernig hægt er að fylgjast með einkennum á bugunar og sundrungar hjá fjölskyldunni, ásamt því að fræðast um hvernig sé hægt að hjálpa þeim að komast í gegnum ferlið. Einnig er veitt innsýni og verkfæri til að vinna með og hjálpa nýbökuðum fjölskyldum strax frá fyrsta degi.

Dagur 1:

Mikilvæg hugtök um áfallastreitu

Þýðing sjálfsstjórnar og tengslamyndunar á meðgöngu

Áföll og úrvinnsla á meðgöngu

Áföll og úrvinnsla ungabarnsins strax frá fæðingu og fyrstu 6 mánuðina

Tilfelli og æfingar út frá kennsluefni.

Dagur 2:

Áföll og úrvinnsla í fæðingunni

Tengsl endurupplifunar og verkja í fæðingu

Kynning á snertingu sem úrvinnslu

Tilfelli og æfingar út frá kennsluefni

Úrdráttur og yfirferð í lok námskeiðs

Á námskeiðinu verður bæði fræðileg kennsla, tilfelli og umræður og eins er unnið með verklegar æfingar, það er hugsun námskeiðshaldara að þátttakendur námskeiðsins geti farið út strax eftir námskeiðið og unnið út frá þeirri kunnáttu sem þeir hafi öðlast á námskeiðinu.

Kennarar eru danskir en námskeiðið fer fram á ensku.

Kennarar: Maiken Bjerg, sjálfstætt starfandi sálgreinir, SE (somatic experience)-meðferðaraðili og Cand. Phil í músíkmeðferðarfræðum, löggiltur ráðgjafi og umsjónaraðili og kennari í SE-fræðum. Einn af handritshöfundum: Smerter hos börn, Frydenlund 2014

Janni Ammitzbøll: ljósmóðir og sjálfstættstarfandi sálgreinir MPF, SE-meðferðaraðili, Eigandi “mind for life”. Ein af handritshöfundum “Fødselsdepression, der er hjælp at få”, Frydenlund 2012

Skráning fer fram á netfangið: formadur@ljosmodir.is

Þær sem þegar hafa skráð sig greiða kr. 25.000 kr staðfestingargjald á reikning : 0313-22-000710 kt. 560470-0299 fyrir 15. ágúst til að tryggja sér pláss. Greiða þarf námskeiðið að fullu fyrir 10. september 2025.