Beint í efni

Ljósmóðir

Ljósmóðir er einstaklingur, sem lokið hefur námi í ljósmóðurfræði sem er viðurkennt í því landi sem það var stundað.

Hvað er ljósmóðir?

Ljósmóðir er einstaklingur, sem lokið hefur námi í ljósmóðurfræði sem er viðurkennt í því landi sem það var stundað. Hún hefur lokið náminu með viðunandi vitnisburði og hlotið leyfi viðkomandi yfirvalda til að stunda ljósmæðrastörf.

Ljósmóðir er ábyrgur fagaðili sem í samráði við konur veitir nauðsynlegan stuðning, umönnun og ráðgjöf til kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, stundar fæðingarhjálp á eigin ábyrgð og annast nýbura og ungbörn. Þessi umönnun felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning við eðlilegt ferli fæðingar, greiningu á frávikum hjá móður og barni, milligöngu um læknishjálp eða aðra viðeigandi meðferð og veitir bráðahjálp.

Ljósmóðir gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf ekki aðeins fyrir konur, heldur einnig fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið í heild. Í hlutverki ljósmóður felst fræðsla á meðgöngu, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið, einnig fræðsla um heilbrigði og kynheilbrigði kvenna ásamt umönnun barna.

Ljósmóðir getur starfað hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á stofum eða á heilsugæslustöðvum.

Samþykkt af Alþjóðasamtökum ljósmæðra ICM á fundi í Brisbane, Ástralíu19. júlí, 2005.

Ljósmæðraþjónusta

Íslenskar ljósmæður leggja sig fram við að veita faglega og heildræna þjónustu við verðandi og nýbakaðar mæður. Heildræn þjónusta er þegar veitt er samfelld þjónusta, eins og þegar sömu fagaðilar fylgja konu eftir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.

Ljósmæðranámið

Skipuleg kennsla í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi frá árinu 1761. Árið 1996 var nám í ljósmóðurfræði fært til Háskóla Íslands. Síðan þá hefur náminu lokið með embættisprófi (candidate obstetriciorum) en haustið 2019 tekur gildi ný námskrá og mun náminu þá ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda.

    Lýðbreytur um ljósmæður

      0%
      Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit,
      0%
      Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit,
      0
      Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit,

    Alþjóðasiðareglur ljósmæðra

    Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.

    Meðgönguvernd

    Markmið meðgönguverndar er að gæta að og efla heilsu, vöxt og þroskamóður, barns og fjölskyldu með eftirliti, stuðningi og fræðslu. Einnig að greina og meðhöndlafrávik frá eðlilegri meðgöngu og væntanlegri fæðingu sem fyrst.