Ljosmodir.is samfélagsvefur ársins
Vefurinn ljosmodir.is var nú á dögunum valinn samfélagsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum sem haldin voru í Hörpu þann 21.mars.
ljosmodir.is er upplýsingavefur fyrir verðandi foreldra, nýbakaða foreldra, ömmur, afa, frænkur, frændur, ljósmæður og alla þá sem áhuga hafa á því sem viðkemur meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Vefurinn var upphaflega unnin af útskriftarnemum í ljósmóðurfræði 2003 en var afhentur Ljósmæðrafélagi Íslands við hátíðlega athöfn þann 24. maí 2003.
Með aðstoð Hugsmiðjunnar hefur vefurinn nú fengið nýtt líf. Endurhönnun vefsins gerir öllum þeim sem hafa áhuga á auðveldara að nálgast þann dýrmæta fróðleik sem er á vefsíðunni auk þess að spyrja ljósmæður spurninga.
Við erum ótrúlega stoltar af nýja vefnum og þökkum Hugsmiðjunni fyrir frábært samstarf.
